Úthverfi
Ég átti leið í Grafarholtið í gær og kom þar í fyrsta skipti. Þetta lítur út fyrir að
vera hið huggulegasta hverfi, allskonar hús fyrir allskonar fólk, ekkert of þröngt og
útsýni vafalítið tilkomumikið úr sumum húsanna. En ég fæ einhverskonar innilokunar
tilfinningu þegar ég er komin þetta langt út úr bænum! Þegar ég gekk með eldri dóttur
mína fórum við hjónin að hugsa okkur til hreyfings af Öldugötunni, við þurftum að stækka
við okkur og eftir talsverða leit fundum við fallega íbúð við Fálkagötu. Og í þessum
íbúðar hugleiðingum fann ég fyrst fyrir þessari ónotatilfinningu við tilhugusun um
úthverfi - það var hreint og beint ógnvekjandi að hugsa sér að vera með ungabarn í vagni á gangi í einmannalegu úthveri. Í ljós kom að Fálkagatan var frábær - stutt bæinn og Laugaveginn og kaffihúsin. Og þegar börnin voru orðin tvö þá fylgdi því einhver
frelsistilfinning að svo stutt væri í fjölbreytt mannlíf.
Nú búum við í Voghverfinu - en það er nú bara í þeirri veiku von að dætur okkar verði
annðhvort mikilsvirtir rithöfundar eða kvikmyndagerðarmenn!!!
vera hið huggulegasta hverfi, allskonar hús fyrir allskonar fólk, ekkert of þröngt og
útsýni vafalítið tilkomumikið úr sumum húsanna. En ég fæ einhverskonar innilokunar
tilfinningu þegar ég er komin þetta langt út úr bænum! Þegar ég gekk með eldri dóttur
mína fórum við hjónin að hugsa okkur til hreyfings af Öldugötunni, við þurftum að stækka
við okkur og eftir talsverða leit fundum við fallega íbúð við Fálkagötu. Og í þessum
íbúðar hugleiðingum fann ég fyrst fyrir þessari ónotatilfinningu við tilhugusun um
úthverfi - það var hreint og beint ógnvekjandi að hugsa sér að vera með ungabarn í vagni á gangi í einmannalegu úthveri. Í ljós kom að Fálkagatan var frábær - stutt bæinn og Laugaveginn og kaffihúsin. Og þegar börnin voru orðin tvö þá fylgdi því einhver
frelsistilfinning að svo stutt væri í fjölbreytt mannlíf.
Nú búum við í Voghverfinu - en það er nú bara í þeirri veiku von að dætur okkar verði
annðhvort mikilsvirtir rithöfundar eða kvikmyndagerðarmenn!!!
7 Comments:
segi það nú :-)
oldugatan er alltaf best! her i trektarborg er hennar sart saknad ...
ég kann bara ekkert á þetta blogg - tölvan mín heima er í lamasessi og hundleiðinleg - og mikið að gera í vinnu..en þetta sentdur til bóta og ég ætla að fá mér halo what ever við fyrsta tækifæri...
kristín ekki anonymous...
Er þetta mín Kristín Björg eða er einhver önnur gella í Dómkórnum sem heitir Kristín Björg?
Þóra (Tótu og Marteinsdóttir)
þetta er þín - dúfnaborgin mín.....
kristín ekki anonymous
jei :-)
skrifaskrifaskrifa!!!
Post a Comment
<< Home