Thursday, February 15, 2007

Farin á moggablogg

Ég ætla að yfirgefa sökkvandi skip og er komin á moggabloggið..
www.konukind.blog.is

Gamlir og nýir gestir velkomnir - hlakka til að heyra frá ykkur..

Urrrrrrrrr!

Mikið vona ég að þegar þessar stelpur eigi aldrei eftir að verða fyrir því að vilja setjast hjá vinnufélögum eða skólafélögum en vera þá bent á að nærveru þeirra sé ekki óskað, að best væri ef þær settust hjá þessum eða hinum eða að það breytt sé um umræðuefni um leið og þær nálgist.
Og ef svo verður - þá vona ég að þær muni eftir sjálfum sér þegar þær voru unglingar

Labels:

Wednesday, February 14, 2007

Pizzukassar

Í útvarpinu núna áðan kom fram að hver íslendingur skilji eftir sig 14 pizzu kassa á ári. Það jafngildir því að við fjölskyldan torguðum 56 pizzum á ársgrundvelli!!!!!

Labels:

Ég fer í fríið!

Pantaði í gær viku fyrir mig og stelpurnar á Spáni. Gulli hefur ekki áhuga á sólarlandsferðum en við eru verulega æstar. Ég ætla í samfloti með Hannesi besta bró og hans fjölskyldu. Hótel við strönd...JIBBÝ

Labels:

Monday, February 12, 2007

Hlustið kæru vinir ég skal segja ykkur sögu(r)

Bara smá um hið dásamlega sumarbústaðalíf helgarinnar. Þessu verður skipt í þrjá hluta - SVEFN
ANDLEGT OG LÍKAMLEGT FÓÐUR
FÉLAGSSKAPUR

Svefn:
Við hjón komum í bústaðinn um 19.00 á föstudagskvöldinu og ég slökkti hjá mér uppúr 10:30 og vaknaði ekki fyrr en klukkan 09:30 næsta morgun. Ellefu tímar þar. Þess skal geta að ég svaf í rúma átta tíma nóttina áður og varð að hringja í vinnuna og melda mig um hádegið vegna þreytu.
Jæja eftir geysi góðan nætursvefn var morgunmatur í ró og næði - lagði mig aftur með bók og vaknaði klukkan 14:30.
Er þetta normal?
Var sofnuð uppúr miðnætti á laugardegi og svaf eins og fiskur fram eftir morgni.

Andlegt og líkamlegt fóður:
Af andlega fóðir er það að segja að í bústaðnum kláraði ég að lesa Aldingarðinn eftir Ólaf Jóhann. Ekki segi ég að mér hafi leiðast - en mikið voðalega er þetta slétt og felld bók og rislítil. Eins fékk ég einhverja tilfinningu að hún væri þýdd - en það getur ekki verið. Þessa er auðvelt að lesa.
Byrjaði síðan á Sendiherranum og er ekki alveg viss um hvað mér finnst. Mér finnst hún allaveg ekki sérlega skemmtileg - eins og ég var hrifin af Samkvæmisleikjum. En hef þó ekki gefist upp og finnst nokkuð gaman núna eftir að ritstuldurinn komst upp. Ætla að klára og sjá hverju fram vindur.
Um líkamlega fóðrið er það að segja að Gulli minn var búin að kaupa dýrindis osta, brauð og ávexti sem við nörtuðum í með bjórnum á föstudagskvöldinu.
Á laugardeginum vorum við með lambalæri og stungum það út með tveim hvítlaukum.
Ég steikti amrískar pönnsur á sunnudeginum en þær voru ekki góðar því ekkert átti ég lyftiduftið.

Félagsskapur:
Við fórum bara tvö uppeftir á föstudeginum og mikið var gott að vera bara ein og sjálf - engin börn. Á laugardeginum komu Ari og mamma hans og pabbi en ákveðið hafði verið að Ari væri hjá okkur um nóttina og kæmi með okkur í bæinn á sunnudeginum. Pabbi og mamma hans kvöddu hann glaðan og reifan. Um klukkan 18:00 komu svo stelpurnar með föðurbróður sínum og þá var nú fjör.
Ari minn er ótrúlegur - hann naut þess að vera með okkur og borða stóran kvöldverð og skála við alla. Hann fékk líka að stjórna hermileik - þegar hann klappaði þá klöppuðu allir - þegar hann togaði í eyrun þá togðu allir í eyrun o.s.frv. Hann var síðan sofnaður fyrir 22:00 og svaf til 11:45 næsta morgun. Það er ekki erfitt að vera með svona barn.
Eina sem hann hafði út á dvölina að setja var þegar þessi frænka vildi skipta um bleyju - þá kom dramatískur grátur og hann grúfði andlitið í höndum sér VEI ÞÉR VONDA VERÖLD!

Tuesday, February 06, 2007

Ný könnun

Jæja þar kom að því að fylgið hrundi af Frjálslyndum JIBBÝ. Og enn bæta vinstri grænir við sig JIBBÝ.
En íhaldið heldur sínu DJÖFULLINN
Það er greinilegt að VG eru að taka fylgi af samfylkingu - það boðar ekki gott - ekki á meðan íhaldið heldur sínu. Nú verðum við að taka höndum saman og fella ríkisstjórnina. NÚ ER LAG

Labels:

Kuldi

Mér varð hreinlega kalt þegar ég leit inn til sofandi gifsbarnsins í morgunsárið. Hún liggur bara með teppi ofan á sér því annars er svo heitt þar sem gifsið er....ræfillin minn litli....

Labels:

Monday, February 05, 2007

Stolin brandari

Þ.essi kemur af síðu Jóns Lárusar - ég varð að stela honum - gjössovel:

It's not too often that you hear a joke about blonde guys...Two blonde guys were working for the city works department. One would dig a hole and the other would follow behind him and fill the hole in. They worked up one side of the street, then down the other, then moved on to the next street, working furiously all day without rest, one guy digging a hole, the other guy filling it in again. An onlooker was amazed at their hard work, but couldn't understand what they were doing. So he asked the hole digger, "I'm impressed by the effort you two are putting in to your work, but I don't get it-why do you dig a hole, only to have your partner follow behind and fill it up again?" The hole digger wiped his brow and sighed, "Well, I suppose it probably looks odd because we're normally a three-man team. But today the guy who plants the trees called in sick."

Labels:

Sunday, February 04, 2007

Saga af slysó

Þegar við mæðgur fórum á slysó um daginn þá tók á móti okkur ágætis hjúkrunarfræðingur. Þegar í ljós kom að barnið var brotið þá fór ég með þuluna......."þetta grær áður en þú giftist" Hjúkkan greip þetta á lofti og fór að tala um að það væri nú alveg öruggt nema að Bryndís ætlaði að giftast á morgun og spurði svo hvort einhver strákur væri nokkuð búin að biðja hennar. Við vorum sammála um að svo væri nú ekki og ég bæti við að það eigi örugglega einhvern daginn fríður piltur eða fönguleg stúlka eftir að biðja hennar.
Ég fékk þvílíkt augnaráð frá vesalings konunni og henni fannst þetta greinilega fáránlegt innlegg hjá mömmu stúlku barns. Ekki sagði hún nú neitt en hryllti sig.
Bryndís kippti sér ekkert upp við þetta.
Það þýðir ekki bara stundum að tala um jafnrétti og mannréttindi - þau eiga líka heima á slysó....

Skemmtileg mynd

Við fórum mæðgurnar fjórar að sjá Little miss sunshine -hún er ógurlega skemmtileg og ég grét af hlátri- æi hvað það er nú gott!

Friday, February 02, 2007

Brot númer tvö

Bryndís mín brotnaði aftur á miðvikudag. Í maí á liðnu ári brotnaði hún á framhandlegg hægri handar en nú er þetta all alvarlegara því hún brotnaði á úlnlið vinstri handar - og er örfhend.
Hún var að hita upp í handbolta - hljóp aftur á bak og datt með þessum afleiðingum.
Við fengum afbraðgsþjónustu á slysó því þegar þeir sáu hvers eðlis slysið var var hún drifin strax upp á bekk, settur upp leggur og morfín í æð. Í myndatöku komi í ljós að svæfa þyrftir barnið og laga brotið annað hvort með því að toga það til að að skera. Sem betur fer þurfti aðeins að toga.
Við biðum á slysó í meiri en fjóra tíma eftir aðgerð frá 17:00 - 21:00. Allt brjálað að gera og tvær skurðstofur opnar og hún í forgangi. Þarna lá litlan í lyfja rússi og kvíðin vegna aðgerðarinnar.
Við vorum síðan á spítalanum aðfaranótt fimmtudagsins og allt gengur vel - hún er heima í gifsi upp að olboga. Eftir þetta leið mér eins og ég hefði verið á fjögurradaga fylleríi og yfir mig hefði keyrt trukkur.
En núna er föstudagur og þetta verður góð og róleg helgi......