Thursday, January 12, 2006

...getur dimmu í dagsljós breytt

Nú er ég búin að fara þrisvar sinnum í Vesturbæjarlaugina og sitja fyrir framan dagsljóslampa. Ég hef setið í 40-60 mín. sl. þrjá daga og er spennt að vita hvort þetta gagnast mér í baráttunni við skammdegið. Þetta er dálítið gaman því lamparnir eru þannig staðsettir að það sést vel yfir sundlaugin og bakkann og það er gama að horfa á lítið klætt fólk skjálfandi úr kulda! Svo fer ég alltaf í leikinn: HVER ÆTLAR ÞÚ AÐ VERA ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐIN GÖMUL. Það er náttúrulega skemmtilegast að leika hann í hóp, sérstaklega í strætó. Hann gengur út á það að velja sér fullorðna/aldraða manneskju og ætla að "vera hún" þegar maður eldist. Þegar ég leik hann ein þá hugsa ég um einhvern sem ég þekki og hugsa að hann eða hún verði eins og þessi. Þetta er fínn leikur í þessum ljósum og heita pottinum.
Það er best að fara í þessi ljós um miðjan daginn þegar sem bjartast á að vera. Einnig er gott að fara á morgnanna, en ég held að líkamsklukkan geti ruglast ef setið er þegar farið er að dimma.
Sjáum til....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home