Næturgestur
Þegar við fórum utan um jólin fór kettlingurinn Soffía í fósturtil frænku minnar sem á kettling tveim mánuðum eldri en Soffía. Þessir tveir kettlingar eru frænkur og ekki er verra að þær koma úr Skagafirði; önnur frá Sauðárkróki en hin frá Vatni á Höfðaströnd (eða Höbbðaströnd eins og pabbi sagði). Þúfa tók Soffíu rosalega vel þarna fyrir jólin og þær voru óaðskiljanlegar þessar tvær vikur, deildu mat, sandkassa, stólum, rúmum, dóti og vatnsdalli milli þess sem þær léku og léku. Í gær kom Þúfa í fóstur til okkar og ætlar að vera fram yfir helgi. Soffía varð ofsaglöð og er nú í því að endurgjalda gestrisni Þúfu. Þær voru rosalega krúttlegar í gær og skemmtu sér konunglega. Mér datt nú svona í hug að þær væru samkynhneigðar - þvílík er ástin..... Ég held að það sé komin tími á að Soffía mín fái að fara út, hún er rosalega fjörug og ég held að hún sé einmanna. Svo mjálmar hún líka rosalega mikið, svona eins og hún sé að tala við okkur. Hún svarar þegar talað er við hana, en heimilið er eins og þar sé smábarn því hún er rosalega uppátækja söm. Hún er t.d. búin að fara illa með gluggapóstana sem Gulli málaði svo fagurlega s.l. sumar því hún klifrar upp þá á fullum hraða!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home