Monday, June 14, 2004

Andinn og holdið og tiltektin...

Ég segi eins og Þórdís - andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið upptekið við annað.
Annars hefði Gamla verið stolt af dóttur minni á laugardag þegar sú stutta lýsti því yfir að
hægt væri að vinna heimilisverki á skemmtilegan hátt - það fór þannig fram að þær fengu að velja tiltektar tónlist - Írafár - og svo var allt sett á fullt.
Þær voru nokkuð hjálplegar - ég fór að hugsa hvort samvistir barna við foreldra næðu út yfir gröf og dauða,
þ.e. að það er meira að segja skemmtilegt að taka til, af því það er eitthvað sem við erum að gera saman....
Annars leiðast mér húsverk alveg hroðalega!!! Svo leiðist mér líka þegar allt er í drasli og svo leiðist mér að
mér skuli leiðast að allt sé í drasli - ég vil miklu heldur tjilla, lesa, horfa á sjónvarp, fara í sund, drekka
guðaveigar, kjafta í símann, syngja, bulla, blogga, sitja í sólinni......

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

hver vildi það ekki frekar ;-)

11:04 pm  

Post a Comment

<< Home