Lúxushelgi
Alveg með eindæmum róleg helgi - minn á vakt og við stelpurnar bara svona í einhverju snúlli heima við - reyndar ekkert sérlega mikið snúll, svona dálítið tekið til og svo tjillað. Annars eru þessar vinnhelgar mannsins míns ekkert grín. Þetta var allt í lagi á hans yngri árum en það er djöfullegt að vinna föstudag 09:00-19:00, laugardag 09:00 - 18:00 og sunnudag frá 12:30 til 23:00 og það aðrahvora helgi. Þriðjahver væri vel bærilegt. En allavega þá hafði ég ekki mikið fyrir þessari helgi því á föstudagskvöld fór ég ásamt stelpunum mínum í mat til vinkonu minnar og hennar dóttur, á laugardag kom mágur minn til okkar og eldaði lambalæri og allt sem við átti að eta og í gær fór ég með dæturnar til mömmu í kjötsúpu og gommu af soðnum rófum sem ég fæ aldrei nóg af. Þetta er nokkuð sem vel er hægt að venjast........
0 Comments:
Post a Comment
<< Home