Leikhús
Fór í leikhús á þriðjudag - allur vinnustaðurinn og áhangendur. Það var þrusu gaman og dásamleg vitleysa - Fullkomið brúðkaup. Mikið er nú gott að láta skemmt sér svona án þess að hafa nokkuð fyrir því. Leikararnir fínir og ekkert þeirra hafði ég áður séð í atvinnuleikhúsi en einhverja hjá Nemendaleikhúsinu. Ég held að ég hafa aldrei farið á farsa áður - þetta er list, að vera með þessar flottu tæmingar og rekast misfast á hurðir eða fljúga gegnum dyr. Það var vel hlegið í leikhúsinu. Síðast þegar ég fór í leikhús sá ég Manntafl með Þór Tulinius. Það var gjörólík sýning. Fín og vel gerð eftir frábærri sögu sem ég hef lesið svona 100 sinnum. Ég var með algjöra delllu fyrir þessari sögu - las líka sögu sem heitir Bréf í stað rósa svona milljón sinnum og Tunglið og tíeyringur eftir Maugham mjög oft. En hætti því svo svona um 25 ára aldurinn.
Eina sýningu sá ég fyrir svona 15 - 16 árum hjá Þíbylju - Dalur hinna blindu - gaman væri að sjá þá sýningu aftur...
Eina sýningu sá ég fyrir svona 15 - 16 árum hjá Þíbylju - Dalur hinna blindu - gaman væri að sjá þá sýningu aftur...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home