Tuesday, May 02, 2006

Meiri plebbagangur

Þar sem ég er enn rosalega ánægð og glöð með að vera íbúi í miðbæ Reykjavíkur þá ætla ég að halda áfram með plebbaganginn í bloggi mínu. Nú ætla ég að skrifa um þá listamenn sem búa í nágrenni við mig, því eins og þið vitið þá þrífast lista- og menningarfrömuðir best í miðbænum. Jæja - í Karfavoginum rétt handan við hornið hjá mér býr tónlistarmaðurinn knái KK - hann býr við hliðina á húsinu sem Frikki Þór ólst upp í. Nokkrum húsum frá KK, í sömu götu, býr Halldór Gylfason leikari og á milli Halldórs og Thors Vilhjálmssonar rithöfundar er aðeins eitt hús (þar býr reyndar Bryndís vinkona mín). Í Skeiðarvoginum búa síðan snilldarhjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Í Barðavoginum býr listmálarinn Kristján Davíðsson. Annar Kristján - stórskáldið Kristján Karlsson er síðan í Sólheimablokkunum. Þar örstutt frá er bjargvættur þjóðarinnar Andri Snær Magnason.Við hliðina á mér eru tónlistarhjónin Elfa Lilja og Einar. Í fyrsta húsinu í raðhúsalengjunni minni býr Finna Birna Steinsson myndlistarmaður. Þetta eru allt saman miklar vitsmunaverur og búseta þeirra á eflaust ríkan þátt í hversu adríkir þeir eru.
Ég man ekki eftir fleirum í bili en það kemur eflaust.
Á morgun ætla ég síðan að telja upp nokkra þá staði sem ég get heimsótt án þess að taka strætó. Það gæti reyndar orðið dálítið vandræðaleg upptalning........

3 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Þú verður að útbúa stjörnukort og bjóða upp á skoðunarferðir fyrir ferðamenn um slóðir fræga og fína fólksins.

8:08 pm  
Anonymous Anonymous said...

Góð hugmynd Einar!
KBÞ

7:45 am  
Blogger Hildigunnur said...

hehe, þú getur alveg átt búsetulegu miðjuna en á ég að fara að telja upp listamennina sem búa í nágrenni við mig? :-D

kveðjur úr hinum eina sanna miðbæ...

8:40 am  

Post a Comment

<< Home