Meiri plebbagangur
Þar sem ég er enn rosalega ánægð og glöð með að vera íbúi í miðbæ Reykjavíkur þá ætla ég að halda áfram með plebbaganginn í bloggi mínu. Nú ætla ég að skrifa um þá listamenn sem búa í nágrenni við mig, því eins og þið vitið þá þrífast lista- og menningarfrömuðir best í miðbænum. Jæja - í Karfavoginum rétt handan við hornið hjá mér býr tónlistarmaðurinn knái KK - hann býr við hliðina á húsinu sem Frikki Þór ólst upp í. Nokkrum húsum frá KK, í sömu götu, býr Halldór Gylfason leikari og á milli Halldórs og Thors Vilhjálmssonar rithöfundar er aðeins eitt hús (þar býr reyndar Bryndís vinkona mín). Í Skeiðarvoginum búa síðan snilldarhjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson. Í Barðavoginum býr listmálarinn Kristján Davíðsson. Annar Kristján - stórskáldið Kristján Karlsson er síðan í Sólheimablokkunum. Þar örstutt frá er bjargvættur þjóðarinnar Andri Snær Magnason.Við hliðina á mér eru tónlistarhjónin Elfa Lilja og Einar. Í fyrsta húsinu í raðhúsalengjunni minni býr Finna Birna Steinsson myndlistarmaður. Þetta eru allt saman miklar vitsmunaverur og búseta þeirra á eflaust ríkan þátt í hversu adríkir þeir eru.
Ég man ekki eftir fleirum í bili en það kemur eflaust.
Á morgun ætla ég síðan að telja upp nokkra þá staði sem ég get heimsótt án þess að taka strætó. Það gæti reyndar orðið dálítið vandræðaleg upptalning........
Ég man ekki eftir fleirum í bili en það kemur eflaust.
Á morgun ætla ég síðan að telja upp nokkra þá staði sem ég get heimsótt án þess að taka strætó. Það gæti reyndar orðið dálítið vandræðaleg upptalning........
3 Comments:
Þú verður að útbúa stjörnukort og bjóða upp á skoðunarferðir fyrir ferðamenn um slóðir fræga og fína fólksins.
Góð hugmynd Einar!
KBÞ
hehe, þú getur alveg átt búsetulegu miðjuna en á ég að fara að telja upp listamennina sem búa í nágrenni við mig? :-D
kveðjur úr hinum eina sanna miðbæ...
Post a Comment
<< Home