Wednesday, April 19, 2006

Ray Davies

Hann var æðislegur kallinn í Háskólabíó föstudaginn langa. Skil ekki hvað þessir krítikerar eru að segja að nýja platan sé léleg. Hún er meiriháttar og fínar laglínur. Mér finnst einmitt svo frábært að lifa ekki bara á fornri frægð heldur að gera nýja hluti 62 ára gamall. En það var rosalegt fjör í salnum þegar hann tók gömlu löginn - og allt þetta gráhærða, sköllótta miðaldra fólk með velmegunar bumbur og gleraugu lét ekki sitt eftir liggja og söng, klappaði og stappaði.
Þetta voru einstaklega dásamlegir páskar. Sofið, drukkið, etið, hlegið í borg og sveit. Mæli með Nýsjálenskri nautalund sem við keyptum í Hagkaup - algjört æði. Fór í messu í Skálholti að vanda klukkan 14:00 á pásadag þar sem sungið var, eins og alltaf, eitt lag úr Jesus Christ Super Star undir altaisgöngu. Dásamlegt.........
Á morgun er ég búin að bjóða háum og smáum í fjölskyldunni í kaffi. Svona hálfgerður afmælisfílingur vegna táningsins, smá sumar kaffi sopi og óralangt síðan ég hef haldið almennilegt kaffiboð fyrir fjölskylduna. Svona miðdegiskaffiboð hafa eiginlega dottið uppp fyrir síðan allir fóru að bjóða í mat.....Ég hlakka til og í stað þess að kveðja sumar með drykk, dýfu og djammi ætla ég að baka mikið og margt í kvöld.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home