Wednesday, April 12, 2006

Þetta er allt að koma...

Jæja - örfáar klukkustundir í fríið langþráða. Búið að vera klikkað að gera hjá mér undanfarið. Var upp í Borgarfirði í gær og fyrradag á svokölluðum starfsdögum (eins og ekki sé starfað aðra daga). Þetta var heilmikil og skemmtileg vinna. Alltaf gott að breinstorma með samstarfsmönnum sínum. Við ætlum að skipta páskunum milli sumarhússins og borgarinnar. Nú svo eignast ég táning á föstudag - sú eldri verður þrettán ára. Ég lá á meðgöngudeildinni þegar von var á henni 1993. Það var algjör heimavistar stemning hjá okkur fjórum sem þurftum að liggja þessa páska. Það var allt gert fyrir okkur og stjanað við okkur. Við hlógum líka mikið og horfðum út í góða veðrið - þá var veðrið alla páskana eins og það er í dag......Um allt þetta og fleira um mínar meðgöngur má lesa í "Konur með einn í útvíkkun........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home