Tuesday, October 24, 2006

24. október

Dagur Sameinuðuþjóðanna í dag. Ég hef áður bloggað um hversu dásamlegur þessi dagur var 1975 og ég hélt í einfeldni minni og barnaskap að jafnrétti kynjanna væri svo til í höfn.
Í dag hefði tengafaðir minn orðið 89 ára. Hann dó langt um aldur fram aðeins 49 ára. Hann varð bráðkvaddur 16. desember 1966. Gulli minn var níu ára og Siggi bróður hans 14 ára. Tengamóðir mín var 43 ára og náði sér aldrei fyllilega eftir þetta sviplega fráfall. Þau hjónin höfðu lifað hamingju sömu og innihaldsríku lífi og allt í einu er fótunum kippt undan henni. Hún fékk það viðmót frá samfélaginu sem margar ekkjur fá - þær þykja ekki æskilegar í blönduðum félagsskap.
Afi og amma Gulla fluttu inn á heimilið og sambúðin var einkar gæfurík. Hún Bryndís okkar heitir í höfuðið á langömmu sinni.

2 Comments:

Blogger G. Pétur said...

Þótt margt hafi nú lagast hefur samfélagið enn ímugust á stöku fólki í blönduðum félagsskap, en ég skal trúa því að það hafi verið erfitt við að eiga fyrir hálfri öld.

12:14 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég er löngu hætt að láta þetta á mig fá og hvarflar ekki að mér lengur að þetta geti verið mál. Kv. Systa.

2:42 pm  

Post a Comment

<< Home