Tuesday, October 24, 2006

Siribiribibb

Ég var geðveikt smart í eldhúsinu í morgun. Það var viðtal við Helenu Eyjólfs og á eftir var spilað Siribirbibb. Ég notaði epli og oststykki sem Helenustokka og dansaði og söng. Það þarf ekki að taka fram að þetta féll heldur í grýttan jarðveg hjá syfjuðum skólastúlkum.
En svona líður manni þegar maður sofnar klukkan 11:00, sefur til 06:00, les í tuttugumínútur og fær svo klukkutíma lúr í viðbót. Almáttugur minn hvað það er gott að sofa vel!

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

haha, ég heyri alveg fyrir mér: Ooooohhh, maaaammmAAAAA!!!

3:30 pm  
Anonymous Anonymous said...

ég er viss um að þetta gladdi syfjuðu skólastúlkurnar á einhverju vitundarstigi tilverunnar;)

(ég hefði alveg viljað sjá þetta)

9:58 pm  

Post a Comment

<< Home