Gular tuskur
Í síðustu viku snemma morguns leit ég syfjuð út um gluggann í eldhúsinu. Þar sé ég sveiflast efst á trjánum fullt af gulum afþurkunarklútum. Þegar ég athugaði málið betur voru þetta stærstu og síðustu asparlaufin sem sveifluðust svona á trjátoppunum.
Haldið þið að ég þurfi að fara í frí - eða er eðlilegt að sjá gular tuskur á trjám......
Haldið þið að ég þurfi að fara í frí - eða er eðlilegt að sjá gular tuskur á trjám......
5 Comments:
Frí, ekki spurning :)
Sammála síðustu ræðukonu. Svo heyrði ég í þér í útvarpinu í dag og þú varst svolítið þreytuleg
Ekki spurning, þú verður að kíkja við á CrazyHill og fá smá andlega næringu í æð þegar þú verður í mínum landshluta í nóv. Hver veit nema að ég skelli í pönnsur eða eitthvað sveitó.
Ég er búin að láta lögguna á Blönduósi í té bílnúmer allra sem ég þekki og er þeim umsvifalaust vísað í heimsókn að Sturluhóli annars fá þeir hraðasekt!
Kv.
Eva
frí, ójá.
Vissi það, það er kominn tími til að við, ég, þú Gulli og Óli, og stelpurnar hittumst og höfum gaman.
Post a Comment
<< Home