Thursday, October 19, 2006

Gular tuskur

Í síðustu viku snemma morguns leit ég syfjuð út um gluggann í eldhúsinu. Þar sé ég sveiflast efst á trjánum fullt af gulum afþurkunarklútum. Þegar ég athugaði málið betur voru þetta stærstu og síðustu asparlaufin sem sveifluðust svona á trjátoppunum.
Haldið þið að ég þurfi að fara í frí - eða er eðlilegt að sjá gular tuskur á trjám......

5 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Frí, ekki spurning :)

4:40 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Sammála síðustu ræðukonu. Svo heyrði ég í þér í útvarpinu í dag og þú varst svolítið þreytuleg

4:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ekki spurning, þú verður að kíkja við á CrazyHill og fá smá andlega næringu í æð þegar þú verður í mínum landshluta í nóv. Hver veit nema að ég skelli í pönnsur eða eitthvað sveitó.

Ég er búin að láta lögguna á Blönduósi í té bílnúmer allra sem ég þekki og er þeim umsvifalaust vísað í heimsókn að Sturluhóli annars fá þeir hraðasekt!

Kv.
Eva

10:40 pm  
Blogger Hildigunnur said...

frí, ójá.

11:06 pm  
Blogger Helga said...

Vissi það, það er kominn tími til að við, ég, þú Gulli og Óli, og stelpurnar hittumst og höfum gaman.

12:11 am  

Post a Comment

<< Home