Wednesday, October 11, 2006

Innlit/Útlit

Er ég forpokuð kelling farin að nálgast fimmtugt sem hef allt á hornum mér? Eða er þetta alveg allt í lagi. Ég sá hluta úr Innliti/Útliti í gær þar sem verið var að skoða eldhúsinnréttingar hjá BYKO. Og lagið sem var leikið undir heitir Biko og fjallar um Steve Biko sem var drepin í fangelsi í Suður-Afríku á aðskilnaðaratímanum. Mér finnst þetta heldur ósmekklegt......

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

OJ! þetta er bara krípí..

10:03 am  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Einmitt. Þú ert ekki forpokuð, þetta er algerlega smekklaust. Það læðist að mér sá grunur að þáttastjórnendur hafi ekki haft fyrir því að hlusta almennilega á textann heldur bara gripið þetta eina orð. En hvað veit ég.

10:42 am  
Blogger Unknown said...

Áts!

Ég er viss um að þáttarstjórnendur hafa ekki haft HUGMYND um það hver þessi Biko var, enda var hann ekki innanhússhönnuður.

1:15 pm  

Post a Comment

<< Home