Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við hjónin 13 ára brúðkaupsafmæli!! Þennan dag fyrir 13 árum áttum við dásamlega stund í
Dómkirkjunni - ég í bláum kjól - Sr. Hjalti gifti, Hamrahlíðarkórinn söng - veisla í Oddfellow - vín og ostar -
matur í Viðey með nánasta og síðan að opna gjafir með fólkinu sínu í litlu íbúðinni okkar á Öldugötunni -
freiðivín og fjör langt fram eftir nóttu.
Dætur mínar vilja óðar og uppvægar halda upp á þennan dag með miklu húllum hæi. Ástæðan er sú að í
fyrra vorum við í Köben á þessum degi - borðuðum í Tívolí - mikið gaman og dagurinn endaði á flugeldasýningu þar
sem þetta var laugardagur - fullkomin skemmtun!
Sú yngri stakk upp á því að við færum í Kringluna að borða - það væri svo rómantískt - blessunin ruglar alltaf
saman Kringlunni og Perlunni!!!!
Ég er nú samt að hugsa um að hafa soðna ýsu í matinn - getur verið að ég bjóði úti í ísbúð eftir mat.....
Það er gott að eiga góðan mann
Dómkirkjunni - ég í bláum kjól - Sr. Hjalti gifti, Hamrahlíðarkórinn söng - veisla í Oddfellow - vín og ostar -
matur í Viðey með nánasta og síðan að opna gjafir með fólkinu sínu í litlu íbúðinni okkar á Öldugötunni -
freiðivín og fjör langt fram eftir nóttu.
Dætur mínar vilja óðar og uppvægar halda upp á þennan dag með miklu húllum hæi. Ástæðan er sú að í
fyrra vorum við í Köben á þessum degi - borðuðum í Tívolí - mikið gaman og dagurinn endaði á flugeldasýningu þar
sem þetta var laugardagur - fullkomin skemmtun!
Sú yngri stakk upp á því að við færum í Kringluna að borða - það væri svo rómantískt - blessunin ruglar alltaf
saman Kringlunni og Perlunni!!!!
Ég er nú samt að hugsa um að hafa soðna ýsu í matinn - getur verið að ég bjóði úti í ísbúð eftir mat.....
Það er gott að eiga góðan mann
5 Comments:
til hamingju, ég held einmitt ad ég hafi verid tharna í kórnum í denn ... lukkadist bara vel, greinilega
Til hamingju með daginn :-)
til hamingju! góður dagur.
Takk fyrir elskurnar - og takk fyrir söngin huxy - Vér lyftum, Come again og Ég beið þín lengi lengi.....
kristín björg
Til hamingju mín kæra! Ooooooooooooooooooooooooo.....
Guðný :)
Post a Comment
<< Home