Friday, May 26, 2006

Dagur að kveldi komin

Þá uppstigningadagur að kveldi komin og allt orðið hljótt- minn fyrir austan og stelpurnar komnar í rúmið. Búið að vera mikið að gera undanfarið. Ég var að vinna bæði við for og aðalkeppni júróvisjón og það var gaman eins og vanlega. Var á Akureyri mánudag - miðvikudags og keyrði á milli leikskóla bæjarins með löggunni Steina P. sem allir þekkja þarna fyrir norðan. Fræddum 5 og 6 ára börnin um umferð og hvað ber að varast. 11 gigg á þrem dögum -en alltaf ný börn. Vonbrigðin voru þó miki lmeð hvernig veðrið lét. Ég hreyfði mig ekki út úr gistiheimilinu á kvöldin heldur hlýjaði mér á tánum og lét skóna þorna á ofninum. Sem betur fer er GulaVillan skemmtilegt gistiheimili og ég keypti mér nýja Ruth Rendell bók fyrsta daginn. Ég hafði hugsað mér að heimsækja kaffihús og rölta um bæinn á kvöldin í einskonar húsmæðraorlofi en af því varð nú ekki.
Svo var tilfinningin blendin að vera að heiman - ég var með á yngri upp á slysavarðsstofu kvöldið áður en ég fór því hún úlnliðsbortnaði í fótbolta. Nú er hún með gifs frá fingrum og upp að olnboga og þarf að vera þannig næstu 4 - 5 vikurnar. Ekki skemmtileg byrjun á sumri hjá fjörugu barni sem var búin að skrá sig á fótbolta og frjálsíþróttanámskeið. En hún finnur ekkert til en er dálítið pirruð á gifsinu. Nú á ég eftir að vinna í fjórar vikur og þá tek ég hluta af sumar fríinu. Nóg að gera þangað til og ég er björt.......eins og sumarnottin.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home