Friday, May 12, 2006

Nesti ojbara

Ég er að niðurlotum komin vegna nestis dætra minna. Nú er ég búin að smyrja síðan í september og þolinmæði mín er á þrotum. Yfirleitt er þetta það sama brauð með pizzasósu og osti sem þær setja í örgbylgjuna í skólanum (jukk) og svo held ég að það sé búið að prófa allar mjólkurafurðir sem til eru. Guði sé lof að um daginn kom ný létt AB mjólk. Eins hefur sú yngri tekið með sér núðlur í skólann. Nú fer sá tími í hönd að ég fer í bakarí og kaupi feita pizzusnúða, feitar ostaslaufur og samlokur í Bónus. En það er ekki matur í skólanum - ekki það - þær voru búnar að stræka á hann og skil ég það vel. Kjúklinga naggar, franskar, pylsur, bjúgu, í bland við kaldan fisk og slepjulegt salat....En þessu lýkur bráðum.
Svo finnst mér tónlistarskólar starfa allt of lengi. Börn eiga að vera komin í frí í byrjun maí frá sínum tómstundum og geta notið þess að leika vel og lengi á daginn. Og hana nú

0 Comments:

Post a Comment

<< Home