Umferðarskólinn
Nú er umferðarskóli 5 og 6 ára á fullri ferð og allir leikskólar heimsóttir. Ég hef verið að kenna í tvo daga vegna forfalla og þetta er stórfenglega gaman. Maður fer með sömu rulluna fjórum sinnum á dag en það eru alltaf ný og dásamleg börn og aldrei sömu athugasemdirnar. Og staðfest aftur og aftur að foreldrar eiga ekkert einkalíf þegar börn eru á leikskóla aldri.
T. d. hef ég heyrt um svo sterka foreldra að þau geti sko alveg talað í síman með annari hönd og stýrt með hinni - og afa sem segir að Siggi litli 5 ára megi alveg sitja í fram sæti - það sé svo stutt í sund. En þau eru ótrúlega vel að sér í umferðarreglunum og vita vel hvernig ber að haga sér svo þau séu örugg.
Börn eru yndisleg - ég vildi að ég ætti tuttugu börn og plentí of monní.
T. d. hef ég heyrt um svo sterka foreldra að þau geti sko alveg talað í síman með annari hönd og stýrt með hinni - og afa sem segir að Siggi litli 5 ára megi alveg sitja í fram sæti - það sé svo stutt í sund. En þau eru ótrúlega vel að sér í umferðarreglunum og vita vel hvernig ber að haga sér svo þau séu örugg.
Börn eru yndisleg - ég vildi að ég ætti tuttugu börn og plentí of monní.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home