Wednesday, April 05, 2006

Sax og tár

Annað stigið í saxafónleik í höfn hjá Bryndísi minni. Spilaði dúra, molla og krómatískt, frumsamið og lestur af blaði. Svo var náttúrulega draumur hvers saxafónsnema - Bleiki pardusinn og hið dásamlega sænska þjóðlag um Vermelandið fallega.
Barnið er ótrúlega stressað og illa stemmd í þessum prófum. Hún var með grátstafinn í kverkunum þegar hún fór inn og barðist við grátinn. Hún spilar á tónleikum eins og að drekka vatn en þetta er henni næstum ofviða. Hvað er hægt að gera? Hún keppir líka í íþróttum og er dáldið fúl þegar hún vinnur ekki en það er úr henni á 1/2 mínútu. Samt finnst henni þetta gaman og er flink að lesa af blaði og ekki er nú hægt að kenna viðmóti kennara, prófdómara eða starfsmanna skólans um þetta. Ekki erum við foreldrar hennar með gribbugang.....ég er eiginlega ráðalaus því ég vorkenni henni svo....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home