Wednesday, March 29, 2006

Morgun

Klukkan er ekki orðin sjö - ég er komin til vinnu og mér er kallt. Vaknaði klukkan 6, sleppti sturtu, smurði, klappaði kisu sem teygði sig á alla kanta og máta - hleypti henni síðan út . Allir sofandi undir hlýjum sængum, dæturnar afslappaðar með sæng upp upp að höku, maðurinn með óæðri endann undan sænginni. Mig langar heim í hlýtt bólið undir súð, snúa mér á vinstir hliðina og halda áfram að lesa Barböru Vine, sofna og vakna svona um hádegið, lesa blöðin, rista brauð, ná í teppi, halda áfram að lesa, læra með börnunum, elda grjónagraut, glápa á sjónvarp og fara snemma að sofa. Raunveruleikinn er hins vegar sá að mikið er að gera og ég verð hér til klukan 17:15. Fæ ég samúð, eða er þetta gott á mig.....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innilegar samúðarkveðjur.

EinarJ

7:39 am  
Blogger Hildigunnur said...

oooh, væri líka til í að fara að sofa aftur. Samsamúðarkveðjur

8:32 am  
Anonymous Anonymous said...

Þú átt alla mína samúð. Af hverju á maður ekki oftar frí? (Fréttamennirnir hérna fá 2 mán. frí á 5 og seinna 4 ára fresti - ég er gul af öfund) En svo við lítum á björtu hliðarnar, þá styttist víst í sumarfríið - við reynum að tóra þangað til, Kv. Systa.

2:57 pm  

Post a Comment

<< Home