Friday, August 18, 2006

Eytt og grætt

Í dag eyddi og græddi á tá og fingri. Innkaupin vegna skóla stelpanna var 11 þúsund. Engin skólataska þetta árið en tvö pennaveski. Sá líka þessi ógurlega flottu kúrekastígvel í skóbúðinni í Glæsibæ. Þau áttu að kosta 18000 en ég fékk þau á 10000. Fórum síða í Outlett búðina í skeifunni. Gallabuxur á 5000 á Önnu en höfðu áður kostað 10000 í einhverri tuskubúð í Kringlunni. Sólgleraugu á mig á 250 - úr 2500. Bolur á Bryndís á 299.
Ég er afskaplega kaupheft manneskja þannig að þetta er talsvert afrek. Svo var mikil gleði því ég harðneyta að kaupa buxur fyrir 15 - 20 þúsund á barnið eldra. Finnst það hreint fáránlegt. En fæ að heyra það með reglulegu milli bili að þessi og hinn eigi svona margar buxur af einhverri tegund. En nú fékk hún buxur sem eru "merki"
Hún spurði í klefanum hvaða merki þær væru. Fékk þau svör að ekki skipti máli hvað föt hétu bara að manni líkaði þau. Er uppgefin eftir ævintýri dagsins. Hér er allt vaðandi í drasli. Hvað með það. Ég ætla að fá mér bjór og elda.

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

glhætan að maður beygi sig fyrir 20 þús króna gallabuxum!!! Sem betur fer hnussar minn unglingur álíka mikið og ég að því að borga svona mikið fyrir svona lítið (amk. ennþá).

10:53 pm  

Post a Comment

<< Home