Friday, August 11, 2006

Letiogbækurogmaturogbjórogpotturograuðvínogogog

Nokkurveginn svona hefur síðasta vika verið. Vorum í athvarfinu fyrir austan í mikill velsæld. Reyndar var fjölmenni hjá okkur um verslunarmannahelgina því á laugardags, sunnudags og mánudagskvöld vorum við 15 við borðið.Ekki það að ég stæði aftan við eldavélina eins og ráðherrann sagði. Við vorum 7 hjá okkur - svo var vinafólk okkar með sína vini í bústað í nágrenninu. Svo kom vinakólks mágs míns með sín börn, tendabörn og barnabörn og tjölduðu á blettinum hjá okkur og allir lögðu til mat og vinnuafl. Reyndar létum við hjónin ljós okkar skína á sunnudagskvöldinu þegar ég stútfylti 15l pottinn með gúllassúpu og Gulli grillaði brauð. Ég fylltist miklu húsmæðrastolti og dáliltum jesúkomplexum þegar ég metti svo marga munna. Helgin framundan og litla barnið mitt 11 ára á morgun og svo er gay pride og ég er í kattar gæslu.Svo er slatti af þvotti. En lífið er dásamlegt......

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

þetta hljómar nú ekki sérlega illa hjá ykkur :-D

7:16 pm  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var rosalega gaman. Fór aðeins tvisvar af bæ alla vikuna, annaðskiptið á Selfoss að versla og hitt skiptið með stelpurnar og mömmu í ís á Sólheimum. Leti með stæl. En svo er vinna á mánudag bööööö.K.

11:12 pm  

Post a Comment

<< Home