Saturday, August 12, 2006

Fiskidagurinn mikli

Sá myndir frá Dalvík í fréttum áðan. Við vorum á Dalvík fyrir 2 árum á þessum frábæra degi. Við höfðum gist í Skagafirði á þeim fagra bæ Skálá og byrjuðum daginn á sundi í Ólafsfirði. Síðan lá leiðin í dásamlegu veðri á Dalvík og þetta er algjörlega ógleymanlegur dagur. Fiskurinn, fólkið, stemningin - ég skora á fólk sem ekki hefur upplifað þenna dag að fara og a.m.k. einu sinni og prófa. Jafnvel maðurinn minn sem ekki er mikil fiskæta naut sín í botn.
Eftir Dalvík var farið á Sigló og Gunnar bróðir minn heimsóttur. Svona var nú það fyrir tveim árum. Nú er ég að blogga, Gulli að horfa á tv, stelpur í stússi hvor í sínu herbergi og gestur hjá afmælisbarninu. Dominospizza í kvöldmat og allt rólegt á austurvígstöðvunum í Vogahverfinu. Ætla að leggjast með góðan reyfara og sofna snemma og vakna seint eins og undanfarnar vikur. Góða nótt......

2 Comments:

Blogger Helga said...

Hæ.
Til hamingju með afmælisbarnið þó seint sé.
Helga Jónsd.

10:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir það mín kæra - hún lengist og lengist og er ekkert nema bjór og bein. Ljúf og góð, en farin að taka upp stæla frá systur sinni....

5:01 pm  

Post a Comment

<< Home