Friday, August 04, 2006

Bónus/Krónan

Ég hef stutt dyggilega við bak Bónus feðga um langa hríð en er búin að uppgötva Krónuna og er að hugsa um að snúa viðskiptum mínum þangað. Búðin uppi í Húsgagnhöllinni er mjög flott og fín og svo eru minni verslanir um allt. Ég fæ ekki betur séð en að verðið sé sambærilegt og úrvalið er talsvert. Ég keypti og eldaði nautahakk þaðan í gærkvöld og það fínt.

3 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Við verslum eiginlega allt í Krónunni, besta búðin er einmitt þessi uppi á Höfða. Krónan og Nóatún og stundum Melabúðin. Samt er Bónus næst mér, kemur nú fyrir að maður skokki niður á Laugaveg. Mér finnst bara ekki veita af því að styðja helstu samkeppnina við Bónus svo þeir hafi nú einhverja ástæðu til að halda verðinu niðri.

10:40 am  
Anonymous Anonymous said...

Veit Jóhannes af þessu? Bkv. Systa.

4:26 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Mér finnst að Krónan eigi að að standa undir nafni. Þá fengju þeir mig líka til að versla.

10:14 am  

Post a Comment

<< Home