Herragarðsfrúin
Ég er á leið í Danmerkur á sunnudag. Ég er að fara á námskeið hjá dönsku Umferðarstofunni fyrir þá sem eru í umferðarfræðslu fyrir börn. Ég fer ásamt tveim kennurum úr Grundaskóla á Akranesi en sá skóli er móðurskóli í umferðarfræðslu. Við verðum eina nótt í Kaupmannahöfn en förum síðan út á Fjón og verðum hér http://www.gl-avernaes.dk/
Mér finnst þetta ægilega flott lókal og hlakka til að heyra hvað danirnir eru að gera í þessum málum. Þarna verða kennarar og löggur og fleira gott fólk, allt danir utan okkur þrjár.
En brottfarartíminn er hreint út sagt ægilegur! Í loftið klukkan 07:15
Mér finnst þetta ægilega flott lókal og hlakka til að heyra hvað danirnir eru að gera í þessum málum. Þarna verða kennarar og löggur og fleira gott fólk, allt danir utan okkur þrjár.
En brottfarartíminn er hreint út sagt ægilegur! Í loftið klukkan 07:15
3 Comments:
Mér finnst það ægileg synd ef þú ætlar ekki að taka hann Gulla með þér í dobbeltværelset.
Rosalega lítur þetta flott út. Bara herregård... Ha' det virkelig fint!
Það ætti að banna svona brottfarartíma. Þú þarft að fara að heiman klukkan fjögur um nóttina.
Ég held ég taki kvöldflugið til Ítalíu í nóvember
Post a Comment
<< Home