Saturday, September 02, 2006

Bók og bollur

Ég er að lesa alveg sérlega skemmtileg bók sem heitir Náunginn í næstu gröf og er eftir sænskan höfund. Í bókinni gegna sænskar kjötbollur ákveðnu hlutverki. Undanfarna daga, löngu áður en ég byrjaði á bókinni, hef ég verið gripin sterkri löngun í steiktar kjötbollur.Það er gaman að búa til bollur út góðu hakki en talsvert meiri vinna en að steikja bollur úr kjötfarsi. Að ekki sé talað um hvað heimatilbúnu bollurnar eru mikið betri. Það hefur verið eitthvað rugl á kvöldmatnum þessa vikuna og ekki alltaf allir að borða saman svo að eg hef frestað nokkrum sinnum að búa til bollurnar. Ég vil hafa alla heima, gera margar bollur, steikja amerísku hrísgrjónin með og hafa góða sósu og sultu.
Nema hvað að við lestur bókarinnar þá magnaðist þessi kjötbollu löngun alveg rosalega. Áðan fór ég síðan í Bónus og hvað haldið þið að ég hafi keypt? Tilbúnar Bónus kjötbollur. Þær verða semsagt í matinn í kvöld. Ég er komin dálítið langt frá góðu hakkbollunum mínum ekki satt. Við erum bara tvær heima til morguns ég og sú eldri því Gulli, Bryndís og Siggi mágur fóru austur í bústað að mála . Anna er lasin með mikið kvef og hæsi.
Semsagt notalegt kvöld í vændum með upphituðum kjötbollum úr Bónus. Þetta held eg að verði sá daprasti laugardagsmatur sem hugsast getur.....ég gef skýrslu á morgun

0 Comments:

Post a Comment

<< Home