Af útvarpshlustun í morgun
Það var dásamlegt að vakan í morgun. Ég vissi að ég þyrfti ekki að flýta mér í vinnuna og allt var í ró. Heyrði í dætrunum sýsla í eldhúsinu. Svo kveikti ég á útvarpsfréttum klukkan átta og lét fara vel um mig undir sæng. Jæja þá byrjaði það. Fyrst var það Davíð Oddsson sem sagði hrokafullur að umræðan um skýrslu Gríms væri fáránleg og að iðnaðarráðherra gæti ekki lesið allar skýrslur og strikað undir aðalatriði. Eftir frétti var viðtal við Ólaf Oddsson íslenskukennara (bróður Davíðs) sem sagði að íslensk ungmenni væru á rangri braut því þau kynnu ekki íslensku og að gömlum góðum gildum væri varpað fyrir róða.
Eftir hálf níu frétta yfirlit þá tók Björn Malmqvist í USA við og fjallaði um fundar herferð Bush til að réttlæta stríði í Írak. Þar mátti heyra í Bush sjálfum, Rumfsfelld og Dikk Tjeiní.
Hvað er hægt að leggja mikið á eina manneskju á rúmum hálftíma.
Ég æstist og spenntist öll upp við að hlusta á þessi ósköp og það varð til þess að mér tókst að setja í tvær vélar og í þurkara og að flokka fjall af óhreinum þvotti áður en ég fór í sturtu og til vinnu. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Eftir hálf níu frétta yfirlit þá tók Björn Malmqvist í USA við og fjallaði um fundar herferð Bush til að réttlæta stríði í Írak. Þar mátti heyra í Bush sjálfum, Rumfsfelld og Dikk Tjeiní.
Hvað er hægt að leggja mikið á eina manneskju á rúmum hálftíma.
Ég æstist og spenntist öll upp við að hlusta á þessi ósköp og það varð til þess að mér tókst að setja í tvær vélar og í þurkara og að flokka fjall af óhreinum þvotti áður en ég fór í sturtu og til vinnu. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
3 Comments:
æææ ég sem missti af Davíð. Einhver sagði mér að hann hefði verið óvenjuhrokafullur í þessu viðtali.
Er ekki þátturinn á netinu?
Jú alveg örugglega...
Post a Comment
<< Home