Wednesday, September 06, 2006

Námskeið

Ég er að hugsa um að skella mér á 10 tíma námskeið í "heimagítar" spili hjá Ólafi Gauk. Ég spilaði dálítið í gamladaga og fyrir 3-4 árum pantaði ég mér gítar frá fjöskyldunni í jólagjöf. Hef samt sama og ekkert spilað. Ég sá námskeiðið auglýst hjá Mími og þetta eru 10 tímar alls og kennt einu sinni í viku. Nú er mér spurn: Ætli endurmenntunarsjóður BHM borgi hluta af námskeiðinu. Ætli þeir fái ekki sjokk vegna fyrirspurnarinnar.....

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ef þú værir leikskólakennari, ekki spurning:)

allir bestu kennararnir kunnu að spila á gítar...má kannski segja að þú sért kennari...?

9:13 am  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Ég efast um að starfsfólk sjóðsins fái sjokk, það hlýtur að hafa fengið einkennilegri fyrirspurnir en þetta.

2:03 pm  

Post a Comment

<< Home