Ný vinnuvika
Jæja - góð helgi liðin. Gerði ekkert á laugardeginum nema að hugsa um allt sem ég ætlaði að gera á sunnudeginum - hugsaði um óhreinatausfjallið sem ég ætlaði t.d. að klífa. Og merkilegt nokk - mér tókst að koma talsverðu í verk í gær. Fjallið hefur minnkað, ég fór í göngutúr, keypti mér 3 erikur og freistaðist í silkiblómin í Soldis og truttaði nokkuð vel til heima. Ég meira að segja straujaði talsvert af mér.
En ég sagðist ekki hafa gert neitt á laugardeginum. Það er nú ekki alls kostar rétt - ég las næstum heila bók, spjallaði við dóttur mína, kjaftaði í símann, lagði mig etc....
En ég sagðist ekki hafa gert neitt á laugardeginum. Það er nú ekki alls kostar rétt - ég las næstum heila bók, spjallaði við dóttur mína, kjaftaði í símann, lagði mig etc....
4 Comments:
Ert þú þá að verða tilbúin í fjallgöngu með okkur?
Það er aldrei að vita......
Það er alltaf hollt og gott að lesa, spjalla og gera ekki neitt.
Hins vegar að strauja... það held ég að sé mjög heilsuspillandi og ætti að gerast sem minnst. Aldrei strauja ég!
Það má ekki strauja í of stórum skömmtum. Góð vinkona mín var hrædd við að enda sem alki. Hún er algjör snyrtipinni og ég væri ekki hissa að hún straujaði naríurnar sínar. Henni finnst aftur á móti svo leiðinlegt að strauja að hún varð að drekka sjerrí á meðan. Ég fengi mér heldur bjór og snafs..
Post a Comment
<< Home