Friday, October 06, 2006

Samræmd próf í 7. bekk

Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um samræmd próf í 7. bekk og hvernig lesblind börn eiga að taka þessi próf. Í mogganum í dag er viðtal við föður lesblinds drengs sem á að taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði í mánuðinum. Og svo hefur síðdegis útvarp rásar tvö einnig fjallað um þessi mál.
Þetta mál er allt það einkennilegasta. Það má ekki lesa fyrir börnin þann hluta sem reynir á lesskilning en svo má spyrja þau munnlega út úr texta sem þau eiga að vera búin að les. Þetta er náttúrulega þvílík þversögn því lesblint barn skilur ekki texta sem það þarf að lesa en getur skilið alveg ágætlega ef textinn er lesinn fyrir barnið.
Svo er líka annað mjög einkennilegt og það er að við sem foreldrar ráðum engu um hvort barnið tekur þessi samræmdu próf eða ekki. Þetta gekk svo langt hjá mér í fyrra að við melduðum barnið lasið til að hún þyrfti ekki að taka þessi próf. Semsagt betra að vera óheiðarlegar heldur en að okkur sé trúað þegar við segjum að barn hafi ekkert að gera í þessi próf. Dóttir mín hafði ekki hugmynd að hún væri melduð veik enda hefði hún verið mjög mótfallin því að ljúga að skólayfirvöldum.

2 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Allt þetta kerfi er fáránlegt finnst mér og ég bara get ekki sagt meira um það þá æsi ég mig meira en heilsan leyfir :)

2:12 pm  
Blogger Helga said...

Að hugsa sér að það skuli vera hámenntaðir kennslufræðingar sem setja svona reglur - er þetta mannvonska, heimska eða hvað? Og þetta er búið að vera svona í mörg ár.

9:37 pm  

Post a Comment

<< Home