Wednesday, October 25, 2006

Hvernig á maður að meika þetta!

Það vita það allir sem reka heimili að það er dýrt. Svo þarf að borga af námslánum, bílalánum, húsnæðislánum, námslánum, síma, rafmagn og allt sem fylgir.
Við hjónin erum bæði ríkisstarfsmenn. Allir vita hverslags láglaunastefna er rekin hjá Ríkisútvarpinu. Í mínu fyrirtæki er launaleynd.
Í þessum mánuði bættust við eftirfarandi útgjöld: Æfingagjöld í handbolta -25.000. Íþróttagalli til að keppa í - 10.000. Greining hjá sálfræðingi - 30.000. Smurning og pera í bíl - 6.000. Sprauta og ormapilla fyrir köttinn 5.000.
Þetta eru heilar 76.000 krónur ef mér skjáltlast ekki.
Hvaðan á maður að taka þessa peninga......

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já, úff. þekki rausn RÚV í launastefnu...

baráttukveðjur:o)

9:23 am  

Post a Comment

<< Home