Bogg tregða og veikindi
Ég hef verið með blogg tregðu undanfarna daga. Veit ekki af hverju. Nú er ég lasin heima og fór ekki til vinnu í gær og í dag. Viðbjóðslegt kvef, hausverkur og almennur aumingjagangur! Ég fór til vinnu á föstudag en hefði betur sleppt því. En stundum eru hlutirnir þannig að maður hefur enga stjórn á þeim. Helgin fór að mestu í snýtingar og hnerra - þó tókst mér aðeins að stússast hér heima við á laugardeginum. Á sunnudeginum voru tvö boð - ég fór í það fyrra og kom heim með hita, en það var samt sem áður rosalega gaman. Þar hitti ég fullt af skyldfrænkum og eitthvað af frændum. Fullt af börnum sem stelpurnar höfðu gaman af að hitta. Mikil bægslagangur og brussulæti enda Árdalsfólkið þekkt fyrir flest annað en fíluskap. Og ég, Wincie og Anna Sigga stórsöngkona (hún fékk að vera með!) létum ekki okkar eftir liggja í gassagangi. Kom úr þessu boði klukkan 17:00. Matarboð hjá litlu fjölskyldunni á Tómasarhaganum klukkan 18:30. Rétt rak þar inn nefið og kyssti sjaldséðna ættingja frá Kanada og Stokkseyri. Skildi stelpurnar eftir og fór heim, enda ekki í húsum hæf.
Í gegnum allt þetta var Gulli að vinna.
Nú ætla ég að leggja mig því ég VERÐ að fara í vinnu í 1 - 2 tíma seinnipartinn. Verð rám og nefmælt á rás tvö rétt upp úr klukkan 17:00
Adiu
Í gegnum allt þetta var Gulli að vinna.
Nú ætla ég að leggja mig því ég VERÐ að fara í vinnu í 1 - 2 tíma seinnipartinn. Verð rám og nefmælt á rás tvö rétt upp úr klukkan 17:00
Adiu
2 Comments:
Stínan mín ég sakna þín -það er frekar líflaust hér á ganginum án´þín -hlakka til að fá þig fljótt aftur kv hin stelpan í deildinni
Farðu varlega og láttu þér batna gamla mín, lítið gaman að vera veikur á jólunum, kv. Systa.
Post a Comment
<< Home