Bækur og diskar
Ég keypti mér nýlega diskinn með Jóhanni Helgasyni - hann er alveg frábær. Nú langar mig í diskinn með Helga Rafni. Mér skilst að það séu aðallega skríkjandi menntaskóla stúlkur á tónleikum hjá honum - en það sem ég hef heyrt er rosalega gott.
Ég var að klára Villtu vinna miljarð - óskiljanleg þýðing því hún heitir á ensku Q and A. En góð bók sem ég mæli með. Svo hafði ég mig loks í að lesa Sögu Thelmu. Skelfilega getur heimurinn verið vondur.
1. febrúar er svo dagurinn þegar hægt er að panta bækur á bókasafninu. Ég elska Sólheimasafnið. Þarna hittir maður hverfunga sína - dálítið eins og hverfiskrá og starfsfólkið er alveg afbragð. Börnin fara þarna inn til að hlýja sér og kíkja í blöð og það ofsalega krúttlegt þegar verið er að lýsa deginum og svo kemur "svo fórum við á bókasafnið...."
Ég var að klára Villtu vinna miljarð - óskiljanleg þýðing því hún heitir á ensku Q and A. En góð bók sem ég mæli með. Svo hafði ég mig loks í að lesa Sögu Thelmu. Skelfilega getur heimurinn verið vondur.
1. febrúar er svo dagurinn þegar hægt er að panta bækur á bókasafninu. Ég elska Sólheimasafnið. Þarna hittir maður hverfunga sína - dálítið eins og hverfiskrá og starfsfólkið er alveg afbragð. Börnin fara þarna inn til að hlýja sér og kíkja í blöð og það ofsalega krúttlegt þegar verið er að lýsa deginum og svo kemur "svo fórum við á bókasafnið...."
3 Comments:
Hallveig sagði að nýi diskurinn hans Jóa Friðgeirs sé líka mjög fínn.
Svo langar mig líka í Snorra Wium - þann bjarta og flotta tenór
já, Snorri er náttúrlega frábær!
Post a Comment
<< Home