Aðventukrans
Ég hef aldrei haft aðventu krans - jú kannski fyrir langa löngu en ekki nú í mörg ár. En nú verður breyting á - við bökuðum krans í gær. Reyndar tvo. Það var svaka gaman að flétta þá. Á eftir ætla ég að fara í Garðheima og kaupa fjólublá kerti og borða -EKKERT SVART- og skreyta lítillega þessa kransa.
Svo verða kertaljós og kósheit á heimilinu.
Svo verða kertaljós og kósheit á heimilinu.
6 Comments:
Uss Uss
Ég er uppfull vafa. Hefurðu ekki heyrt um allar aðventuskreytingarnar sem hefur kviknað í og allt brunnið ofan af fólkinu.
Þá vil ég heldur hafa sprittkerti í öruggum umbúðum og einustu háu kertin við veisluborðið á aðfangadagskvöld, jóladag, 30. des, gamlársdag og nýjársdag :)
Mundu svo að skipta um rafhlöður í öllum reykskynjurum. Fínt að endurnýja 1. des ár hvert.
minn er stjarna úr málmi sem ég fylli af hnetum og set kertin í. Enginn vandi og nokk öruggur :-)
Ég vakti þetta kvart föndur gen sem mér var gefið og kransinn sem ég fór með til mömmu í dag var rosalega sætur. Ég keypti 10 metra af mjóum fjólbláum borða og bjó til slaufur á kransinn. Og fjólublá kerti að sjálfsögðu. Það var reyndar ekkert auðvelt að fá fjólublá kerti sem er óskiljanlegt þar sem það er nú einu sinni litur aðventunnar. Í öllum krönsum sem ég hef séð eru rauð kerti.Einkennilegt
Það er náttúrulega alveg ómissandi að hafa aðventukrans. Ég á einn sem ég bjó til fyrir tæplega 30 árum og hef notað æ síðan. Gerður úr könglum og skreyttur með litlum jólakúlum. Systa :-)
Hef aldrei átt svona. Langar stundum í en sest þá niður og bíð eftir að það líði hjá. Þetta er bara fóbía í mér. Mér finnst þetta agalega huggulegt hjá öðrum. Ég held ég myndi alltaf gleyma að kveikja á þessu og vera svo voða leið yfir því svona á þrettándanum...
Post a Comment
<< Home