Helgin
Það er laugardagur og sort númer tvö að fara í ofninn. Þetta finnst mér skemmtilegt. Í gær fór ég með unglingnum í forgarð helvítis = Kringluna. Það var furðurólegt þegar við vorum þar milli 18:00 og 20:00. Keypti kjulla í Nóatúni og var sofnuð fyrir 23:00 eftir langa og stranga viku. Ég fór ekki framúr fyrr en undir hádegi. Maki og börn voru öllu brattari og vöktu lengur. Gulli fór síðan að senda út skák beint úr sjónvarpssal.
Það lítur út fyrir að við verðum tvö í kotinu í kvöld og ég er að hugsa hvort við bregðum okkar af bæ og tökum einn rúnt um bari Laugavegsins.
Fallegt veður og lífið er bara nokkuð gott.
Á morgun ætlum við að steikja laufabrauð og hafa heitt hangikjöt.
Það lítur út fyrir að við verðum tvö í kotinu í kvöld og ég er að hugsa hvort við bregðum okkar af bæ og tökum einn rúnt um bari Laugavegsins.
Fallegt veður og lífið er bara nokkuð gott.
Á morgun ætlum við að steikja laufabrauð og hafa heitt hangikjöt.
3 Comments:
Ég vona að þið hafið leyft Laugarveginum og öllum hans börum að bíða. Væri synd að segja veðrið bjóði upp á huggulegt pöbbarölt...
Knús, Maja
Sátum nú bara heima og fengum okkur öl og snafs. Opnuðum við og við þakgluggana og nutum veðurofsans. Var Ari duglegur í laufabrauðinu?
Já, hann var voða duglegur. Knúsaði Viktor Breka litla frænda og stóð sig eins og hetja við þetta. Er reyndar búinn að vera oggu lasinn um helgina, rauk upp í hita á aðfararnótt laugard en svo jafnaði það sig strax, kvef, niðurgangur og pínu slappur bara. En þetta horfir allt til bóta :)
Post a Comment
<< Home