Fermingaraldurshúmor
Ég held að ég sé enn stödd húmorslega eins og í kringum fermingu því mér finnst færeyska enn fyndin og hlæ þegar ég sé hana skrifaða. Þegar Auðun frændi minn fermdist 1973 þá var honum gefin færeysk orðabók og við frændsystkinin - flest á svipuðum aldri - veltumst um af hlátri í veislunni yfir þessum orðaskrípum.
Annað gerðum við okkur til skemmtunar í veislunni og það var að kveikja á eldspýtu og reka svo við í logann og sjá hann magnast. Þetta fannst okkur líka sjúklega fyndið og hreint orguðum af hlátri.
Þetta hef ég ekki gert síðan þarna í veislunni og reikna með að vera vaxin upp úr þessum húmor - þó er aldrei að vita fyrst ég man svona eftir þessu. Gæti gert þetta næstu þegar ég hef bókstaflega ekkert að gera. Læt ykkur vita.
Annað gerðum við okkur til skemmtunar í veislunni og það var að kveikja á eldspýtu og reka svo við í logann og sjá hann magnast. Þetta fannst okkur líka sjúklega fyndið og hreint orguðum af hlátri.
Þetta hef ég ekki gert síðan þarna í veislunni og reikna með að vera vaxin upp úr þessum húmor - þó er aldrei að vita fyrst ég man svona eftir þessu. Gæti gert þetta næstu þegar ég hef bókstaflega ekkert að gera. Læt ykkur vita.
5 Comments:
Hahahahaha!!!! Gott að ég er ekki sú eina sem dett niður í únglíngahúmor öðru hvoru, syni mínum til óborganlegrar hrellingar.
Ég læt mikið verr en peni unglingurinn minn - og ég er hrædd um að hún ranghvolfi einhvern daginn úr sér augun!
Við hjónaleysin hlæjum uppá hvern einasta dag að prumpubröndurum sem okkur finnst alltaf jafn fyndnir.
Er þetta eðlilegt? Og þetta með færeyískuna þá mundum við trúlega skemmta okkur ótrúlega vel saman!
Þetta er allt afskaplega eðlilegt fyrir fólk á okkar aldri - hláturinn lengir lífið.
Ég mælist til að þú prófir góðan prumpubrandara í jólaboði Us.is
Hafðu engar áhyggjur. Ég verð ekki þarna.
Post a Comment
<< Home