Jólaball
Sú yngri var að undirbúa sig undir jólaball í skólanum í morgun -undirbúningurinn fólst í því að skipta um gallabuxur og bol. Ring ring "Hæ, já (fliss) já, já. Okey" Þetta var þá bekkjarsystir. Ég spurði hvort hún ætlað að koma við og vera samferða. "Nei - hún var bara að spyrja hvort ég ætlaði með maskara"
2 Comments:
Hvað er hún aftur gömul? Gaman aððessu...
6. bekkur! Er aðeins að stelast til að setja á sig gloss - veit að hún má ekki maskara sig strax. Sú sem hringdi er dóttir kennara í skólanum - dóttir Rakelar Lindu....þær eru góðar saman í þessum bekk
Post a Comment
<< Home