Góð helgi
Já - hún var fín þessi helgi. Fórum í sumarbústað seinnipart föstudagskvölds - komumst klakklaust, en ekki mátti miklu muna enda talsvert meiri snjór í uppsveititum Árnessýslu, að ég minnist ekki á kuldann, því það var 13 stiga frost. Við vorum heppin að vera með skóflu því við þurftum að moka okkur inn í húsið, það hafði skafið talsvert. En heiti potturinn var æðislegur og vegna kuldans þá sátum við öll með húfur í pottinum! Óneytanlega dálítið fyndin sjón - en munaði öllu að þurfa ekki að bleyta haustinn. Veðrið á laugardeginum var dýrðlegt, blankalogn og allt hvítt og sól skein í heiði. Við brugðum okkur í kakó á Hafið bláa - alveg einstakur staður og stendur ótrúlega fallega og gaman að fylgjast með briminu. Vorum í sveitinni þar til í gær eftirmiðdag og fórum síðan með mömmu, bróður og mágkonu að sjá Hýbýli vindanna. Þetta er falleg og áhrifamikil sýning og vel leikin, en hvílík depurð! Og hvílíkt líf hjá fólkinu. Sýningin er nokkuð löng um 3 tímar og talsvert hæg, en hélt manni þó alveg. En ekki var maður glaður eftir sýninguna...næst ætla ég að hlæja í leikhúsi. Það væri gaman að sjá eitthvað eins og Kvetch - frábær sýning og ég hló svo mikið að ég var búin að gráta af mér alla málningu fyrir hlé...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home