Jóladagur
Ágætis dagur - vaknaði reyndar með hálsbólgu og gat ekki sungið í messu klukkan 14:00 það þótti mér miður.Það voru víst rosaleg afföll á öltum, en slapp fyrir horn sagði bróðir minn. Vegna veðurs var messufall á Akureyri en þaðan átti að vera útvarpsmessa dagsins. Þá var gripið til þessa ráðs að útvarpa úr Dómkirkjunni - alveg óundirbúið. Það mæðir mikið á dómorganistanum á svona dögum.
Play station hélt innreið sína á heimilið í gær - þetta er geggjað tæki! Svo voru gjafirnar náttúrlega dáldið tengdar tækinu þannig að stelpurnar eru búnar að vera í sing star og eye toy í dag. Þetta virðist vera rosalega skemmtilegt, en þvílík tækni.... Gestirnir koma eftir um klukkustund og þá bjóðum við uppá freiðivín í fordrykk. Svo er það hangikjötið - búin að búa til jafning í tveim pottum. Ég nota alltaf aspas í jafninginn og það er mjög gott. Svo kakan í eftirmat, best að fara að þeyta rjómann.....
Play station hélt innreið sína á heimilið í gær - þetta er geggjað tæki! Svo voru gjafirnar náttúrlega dáldið tengdar tækinu þannig að stelpurnar eru búnar að vera í sing star og eye toy í dag. Þetta virðist vera rosalega skemmtilegt, en þvílík tækni.... Gestirnir koma eftir um klukkustund og þá bjóðum við uppá freiðivín í fordrykk. Svo er það hangikjötið - búin að búa til jafning í tveim pottum. Ég nota alltaf aspas í jafninginn og það er mjög gott. Svo kakan í eftirmat, best að fara að þeyta rjómann.....
2 Comments:
Gleðileg jól og ég vona að þér batni bráðum. Ég og mamma vorum dregnar til að syngja í þessari messu þar sem að ALLIR altarnir í Dómkórnum voru veikur. Við, ásamt Stínu Vals, Sesselju og einni í viðbót sem ég man ekki hvað heitir vorum því altar í messunni syngjandi allt beint af blaði. Fengum þvi miður engar nótur af Heims um ból og ég og hinir kórstjórarnir fórum bara að skálda rödd á staðnum. Vorum á tímabili þríradda ...
Þín var saknað :-*
Þóra
Ég frétti af þessu gegnum Hannes bróður- þið eruð hetjur að bjarga svona málunum. Hvað ertu lengi á landinu? Gaman væri að sjá þig - þú ættir endilega að kíkja til mín....
Ég sjálf
Post a Comment
<< Home