Thursday, December 23, 2004

Þorláksmessa

Ótrúlega kalt úti - heima hjá mér sváfu allir undir hlýjum sængum þegar ég fór út úr húsi rétt uppúr 06:30. Allt er að smella saman - enn á þó eftir að versla eitthvað í matinn, en það verður ekki mikið mál. Ég ætla að byrja að sjóða rauðkálið í dag - fékk nokkra fína hausa í Bónus í gær. Ég geri alveg eins og mamma - rauðkál, smjör og edik og svo bara smakka ég til og finnst gott að sjóða það smá saman - slökkva undir á milli og kveikja svo aftur og aftur undir því og láta malla.
Ég hef haft reglulega gaman af að stússast fyrir þessi jól en eitt er einhvernvegin óþolandi og það er að þurfa að hafa kvöldmat. Það hefur því afar lítið farið fyrir matseld hjá mér undanfarna daga og frekar verið snarlað eitthvað - svo skilst mér að það sé óralöng bið eftir pizzum þegar pantað er. Þetta verður stuttur vinnudagur hjá mér í dag - svo bara gaman, gaman, gaman.
Við hjónin ræddum um að ekki væri mikið eftir en ég minnti á að þetta og hitt yrði þó að gerast - og fékk það svar frá mínum að hann myndi hjálpa mér að láta það gerast......er maður heilaþvegin eða ekki....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló!!! Nokkra hausa af rauðkáli? Við tökum einn í spað. Það eru náttúrulega ekki jól nema að hafa heimagert rauðkál. Þoli ekki Ora gaurinn. Algjörlega önnur ella, finnst mér.
Guðný

11:49 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hér dugir ekkert minna en nokkrir hausar - enda borðum við hér sex manns í kvöld og tólf á morgun - allt mikið matfólk.´Hér er allt að verða tilbúið - Gulli er að fara að strauja dúkinn - ég að setja utaná rúmin svo ætla ég að einhenda mér í sósugerðina. Sjáumst við ekki í messu?
Eg sjálf....

2:06 pm  
Blogger Hildigunnur said...

Gleðileg jól :-)

5:46 pm  

Post a Comment

<< Home