Wednesday, December 22, 2004

Stúss

Í ofninum er tvöföld uppskrift af franskri súkkulaðiköku - ekki grennist maður þessi jól! Nú ætla ég að strauja af rúmunum svo allt sé tilbúið fyrir aðfangadag því auðvitað fer nýstraujað á allt þann dag - guð gefi að hægt verði að viðra. Svo er kóræfing í kvöld, þá æfum við svörin hans Sr. Bjarna Þorsteinssonar sem sungin eru yfir hátíðirnar og rennum yfir þessa dásamlegu klassísku jólasálma. Svörin hans Sr. Bjarna eiga sér sérstakan sess í hjarta mínu. Pabbi minn var fæddur u á Siglufirði og alin upp tónlistarlega hjá Sr. Bjarna. Pabbi minn var fæddur 1917 og dreymdi um að verða söngvari og sá draumur rættist,ekki síst fyrir hvatningu Sr. Bjarna. Og síðan ég var lítil stelpa og við hlustuðum á messuna úr Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld og síðar þegar ég fór að syngja þar sjálf þá gengu jólin virkilega í garð þegar fyrsta tónið heyrist hjá prestinum því þá sagði pabbi alltaf - og alltaf eins og í fyrsta sinn: "Finnst ykkur ekki ótrúlegt að ég heyrði Sr. Bjarna sjálfan tóna þessi hátíðarsvör" Þá komu jólinn......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home