Annar dagur jóla
Óskp er maður nú latur í dag. Boðið í gær gekk alveg glimrandi vel. Stelpurnar fjórar sem eru á aldrinum 9-11 voru frábærar og skemmtu sér vel í sing starinu - og það sama má segja um okkur konurnar. Maturinn var fínn - gerði reyndar allt of mikinn jafning, hann verður borðaður með restum í kvöld. Hér var haldið til til klukkan 02:00 og koníakið og kaffið ásamt kökunni gekk vel í fólk. Hér var mikið hlegið og fólk náði að tengja þó svo að flestir gestanna hefðu ekki hitt hina áður. En svona á þetta að vera - fullt af fólki, hlátur,matur, vín og kossar og faðmlög í eldhúsdyrunum.Nú skal haldið til frænkunnar í Þingholtsstrætinu í svona létt síðdegisboð. Við bíðum bara eftir þeirri eldri sem er að syngja í messu í Langholtskirkju með Graduale Futuri...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home