Alltaf sama sagan
Þetta er sagan af dúknum stóra. Ég hef oftast látið strauja stóran dúk sem ég nota á jólaborðið. Oft hef ég verið sein með hann í strauingu en alltaf hefur þetta reddast. Í fyrra þurftir Gulli að fara tvisvar í Fönn á aðfangadagsmorgun en fékk svo dúkinn alveg um hádegið. Nú fór sko dúkurinn út í bíl fyrir u.þ.b. tveim vikum og í gær tók ég hann aftur inn úr bílnum - óstraujaðan.
En engar áhyggjur - það er hvort eð er enginn að spekúlera í hvort dúkurinn sé eins vel straujaður í ár og undanfarið.......Fyrir nokkrum árum hefði mér þótt þetta óhugsandi og hefði verið verulega pirruð á þessum seinagangi í mér. Svona þorskast maður og lærir.
En engar áhyggjur - það er hvort eð er enginn að spekúlera í hvort dúkurinn sé eins vel straujaður í ár og undanfarið.......Fyrir nokkrum árum hefði mér þótt þetta óhugsandi og hefði verið verulega pirruð á þessum seinagangi í mér. Svona þorskast maður og lærir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home