Af dóttur
Sú yngri - 10 - ára er á leið á Landsmót skólalúðrasveita sem haldið verður um helgina á Akranesi. Rosalegur spenningur og blásið og skemmt sér heila helgi. Við vorum að skoða dagskrána og sáum að það á að fara 2svar í sund, það verður kvöldvaka og það sem er rosalega spennandi heilt ball með Jagúar og hún var ánægð með allt sem á að gera. Henni varð að orði - "vá það á sko aldeilis að daðra við okkur" ! smá rugl með dekra og daðra.
Hitt var ekki eins skemmtilegt. Við vorum að keyra - mikið fer annars margt skemmtilegt fram í bílnum - og þá er stræróskýli þar sem er veggspjald frá VR. Mín spyr hvort ekki eigi bráðum að fara að laga þennan launa mun milla "kinnanna" Jú ég vonaði það svo sannarlega en sagði jafnframt að þetta hefði verið svona allt of lengi og virtist eitthvað erfitt að leiðrétta þetta. Þá kom frá minni: Þetta er ekki sanngjarnt, konur geta alveg verið jafn dug.....Þarna var hún stoppuð, lá við að móðirin klossbremsaði og svo kom langur fyrirlesur um að konur VÆRU alveg jafn....
Hvaðan fær 10 ára barn þessa hugmynd að konur geti alveg verið jafn? Ekki frá mér, ekki frá föður sínum - eru krakkar eitthvað að misskilja þessar auglýsingar? Eða er þessi minnimáttarkennd meðfædd?
Hitt var ekki eins skemmtilegt. Við vorum að keyra - mikið fer annars margt skemmtilegt fram í bílnum - og þá er stræróskýli þar sem er veggspjald frá VR. Mín spyr hvort ekki eigi bráðum að fara að laga þennan launa mun milla "kinnanna" Jú ég vonaði það svo sannarlega en sagði jafnframt að þetta hefði verið svona allt of lengi og virtist eitthvað erfitt að leiðrétta þetta. Þá kom frá minni: Þetta er ekki sanngjarnt, konur geta alveg verið jafn dug.....Þarna var hún stoppuð, lá við að móðirin klossbremsaði og svo kom langur fyrirlesur um að konur VÆRU alveg jafn....
Hvaðan fær 10 ára barn þessa hugmynd að konur geti alveg verið jafn? Ekki frá mér, ekki frá föður sínum - eru krakkar eitthvað að misskilja þessar auglýsingar? Eða er þessi minnimáttarkennd meðfædd?
1 Comments:
Ég fór einmitt á skólalúðrasveitamót á Akranesi þegar ég var litlu eldri (11-12). Það var gaman. Ég barði bassatrommuna af miklu afli og tókst stundum að halda takti. Tónlistarferill minn varð hins vegar eitthvað endasleppur þar sem ég droppaði út úr tónlistarskólanum eftir þennan túr. Vonandi var gaman uppi á Skaga.
Einar
Post a Comment
<< Home