Ósköp góð helgi
að baki. Söng Brahms í Hveragerði með Dómkórnum allan laugardaginn - fékk mér bjór yfir leiknum og horfði á frekar leiðinlegan leik, en frábærlega pródúseraður af manni mínum! Aukabarn í mat og gistingu og mágurinn í kjallarnum borðaði líka hjá okkur - kjulli með ostasósu og grjónum. Rólegur dagur í gær - lærði heilmikið með stelpunum. Mér finnst svo notalegt að taka dálítið góðan tíma í heimanám á sunnudögum, það léttir allt yfir vikuna. Nú eru íþróttir og tónlistarskólar að byrja í vikunni og þá byrjar skutlið og að kenna á nýtt leiðakerfi strætó....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home