Friday, September 02, 2005

Það er maður

sem stundar það að hringja á talmáls útvarpsstöðvarnar - helst Útvarp Sögu - og ber þar út, í beinni útsendingu, óhróður um föður minn. Þetta er ægilega leiðinlegt. Látin maður getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og mömmu minni þykir þetta afar leiðinlegt. Bæði heyrir hún þetta sjálf og svo eru vinkonur hennar að hringja og inna hana eftir þessu.
Þessu er þó ekki svara vert - bæði er sá sem hringir komin all mikið á efri ár og svo held ég að hann gangi ekki heill til skógar og er varla sjálfrátt.
En leiðinlegt samt.....

4 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

geta ekki þáttastjórnendurnir stoppað manninn af?

12:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

Nei - það er svo gaman að fá krassandi sögur - svo held ég það þýði lítið að tala hann til....
k.

2:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

akkúrat, segir mikið um þessar útvarpsstöðar. taka við hvaða rusli sem er og ekkert er heilagt,gubb og æl kveðja gua

2:05 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Ljótt að heyra þetta. Alveg ótrúlegt hvað það er til mikið af illa gefnu fólki, sérstaklega hjá svona lítilli þjóð.

2:27 pm  

Post a Comment

<< Home