Wednesday, September 07, 2005

Þegar heimur

er á hverfandi hveli og óvissan er allstaðar, skapið sveiflast í allar áttir, það er ýmist rigning eða sól, kallt eða hlýtt, gaman eða leiðinlegt, grátur eða hlátur þá er maður svo óendanlega þakklátur fyrir það sem alltaf er eins milli daga.
Þegar ég sit hér við gluggann í Borgartúni 30 snemma morguns, hlusta á 7 fréttir í útvarpi og bíð eftir að geta hringt á löggustöðvarnar áður en ég fer í útsendingu í umferðarútvarpinu þá get ég stólað á eitt.
Strætó kemur á slaginu 10 mínútur yfir 07 - út úr strætó kemur kona og hleypur strax af stað í austur átt. Þetta gerist alltaf - alla virka daga.
Ég er búin að búa til sögu um þessa konu; ég er næsta viss um að hún vinnur á Cabin Hotel og á að byrja klukkan 07, en afþví að það stendur svona á strætó þá hefur hún leyfi til að koma dálítið of seint á morgun vaktina. Nú á ég bara eftir að fantasera um hennar persónulegu aðstæður

2 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Þetta er spennandi..........

2:49 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Það er greinilega miklu meira inspírerandi að vinna hjá Umferðarstofu eftir að þið fenguð skrifstofu með útsýni.

11:24 pm  

Post a Comment

<< Home