Monday, September 12, 2005

The Matrix

Ég er útivinnandi húsmóðir farin að halla í fimmtugt og bý í Vogahverfinu. Á mann og tvær dætur. Lifi heldur svona rólegu og "normal" lífi. Vakna snemma, fer til vinnu, þæv þvotta, elda, hjálpa til með heimanámið. Fæ mér rauðvín og bjór og hef ekki komið á bar ég man ekki hvað lengi. Ekki það - ég skemmti mér yfirleitt vel þegar ég fer út - en ég er bara búin með kvótann eftir að hafa verið með stimpilkort í Þjóðleikhúskjallarann í mörg ár. Fer helst út með kórnum og svo eigum við gömlu vinkonurnar frá RÚV það til að taka svona 10 tíma át, kjarfta og sull sessjónir svona tvisvar á ári. En viti menn!!! Nú hefur aldeilis breyst hjá mér lífið. Ég er úti allar nætur, í brjáluðum partýum, með rosalega skemmtilegu fólki, yfirleitt eru skemmtilegir mússíkantar með, t.d. hafa Stuðmenn haldið uppi fjörinu nokkrr nætur og það er vægast sagt alveg ótrúlega gaman. Allskonar nýtt fólk og fullt af gömlum vinu. Staðirnir eru margir t.d. Vestmannaeyja eina helgina. Og alltaf sungið mikið og borðaður góður matur.
En svo vakna ég - vel út sofin og ekkert rykuð í hausnum.
Þetta er sýndarveruleiki af bestu gerð...........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home