Wednesday, September 14, 2005

Ég horfði á myndina

um Jóhann Sigurjónsson í sjónvarpinu í gær. Ekki var ég fróð um líf þessa frænda míns en hann og amma mín, Kristín Björg, voru systkinabörn. Árið sem Jóhann lést, 1919, kom hann á Siglufjörð og heimsótti frænku sína. Hún bar þá undir belti eða var ný búin að eiga föðurbróður minn sem var síðan skírður eftir frænda sínum - Jóhann Sigurjónsson - og var síða Hannesson. Hann skrifaði nafni sitt alltaf Jóhann S. Hannesson. Hann lærði í Kaliforníu, varð síðan skólameistari á Laugarvatni og síðan kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann dó langt um aldur fram aðeins 65 ára og var þá á lokasprettinum að ljúka við að ritstýra Ensk-Íslenskri orðabók.
Jóhann yngri var skáld eins og sá eldri. Hann gaf út nokkrar ljóðabækur og fáir náðu eins góðum tökum og hann á limru forminu. Víðsýnni maður og skemmtilegri var vandfundin. Ég var síðan í brúðkaupi nafna hans og barnabarns Jóhanns Tómasar fyrir stuttu.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home