Wednesday, October 26, 2005

Jæja - jólin koma

Í þessum kulda er gott að hugsa til Kanaríeyja en þangað ætlum við um jólin. Þetta er búið að vera leyndó í marga mánuði - ég þoldi ekki tilhugsinuna um að dæturnar væru farnar að pakka stuttbuxum og spekúlera í hlýrabolum og sandölum í september. En þær fengu fréttirnar um helgina, þá gat ég ekki setið á mér lengur.
Mig hefur lengi langað að prófa heitu löndin um jól - Flórída kemur ekki til greina og þá er Kanarý ágætur kostur. Ég slæ hrikalega margar flugur í einu höggi: 1. Ég hef alltaf verið dálítið jólakvíðin þó það fari batnandi með aldrinu 2. Ég og skammdegið eigum ekki saman og blúsinn er oft ekki langt undan. 3. Ég er mjög slæm af sóríasis og mér skilst að sólarlandaferð sé á við margra mánaða ljósa tíma. 4. Ég þarf ekki að vera með eitthvað jólastress. 5. Mig hefur oft langað á sólarströnd, en ég tími hreinlega ekki að fara yfir sumarið. 6. Dæturnar fá þennan draum sinni uppfylltan að baða sig í sjó og fara í vatnsskemmtigarða. Svo ætla ég að lesa og lesa og lesa og liggja í sól og fara út að borða tjilla alveg rosalega....jibbýýýýýý

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

mikið öfunda ég þig,ég er einmitt ekkijólamanneskja þoli hreinlega ekki allt leikritið í kringum þessi blessuð jól. en hef ekki haft tækifæri á því að komanst í burtu. kveðja gua

4:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ooooooooooo
shg

7:30 pm  

Post a Comment

<< Home